24/06/2024

Bílvelta í Hrútafirði

Stór vörubíll með tengivagn valt við Kjörseyri um hádegisbilið í dag. Engin slys urðu á mönnum. Björgunarsveitin Káraborg á Hvammstanga vinnur nú við að losa bílinn en til þess þarf að fá aðstoð stórvirkra tækja úr Reykjavík. Mjög líklegt er að einhverjar umferðartafir verði meðan verið er að reisa bílinn við. Myndir af vettvangi munu birtast hér á vefnum síðar í dag.