22/12/2024

Lokasýning í kvöld

Í kvöld verður lokasýning á leikritinu Fiskar á þurru landi sem Leikfélag Hólmavíkur setti upp í vetur. Sýningin verður í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi kl. 21:00 og eru allir sem enn eiga eftir að sjá stykkið hvattir til að mæta og eiga góða kvöldstund með Leikfélaginu. Leikritið Fiskar á þurru landi er gamanleikrit eftir Árna Ibsen og eru leikendur fjórir.