12/12/2024

Loftmyndir úr Broddaneshreppi

Broddnes og BroddadalsáBrynjólfur Gunnarsson frá Broddadalsá sendi vefnum á dögunum þessar skemmtilegu loftmyndir af Kollafirði og Bitru, sem teknar voru úr flugvél. Höfum við trú á að menn hafi gaman af að sjá svæðið í vetrarbúningi frá þessu óvenjulega sjónarhorni. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is tekur fegins hendi á móti skemmtilegum myndasyrpum sem tengjast Ströndum og Strandamönnum. Þær eru þá settar á vefinn eftir hendinni, eftir því hvernig tími vinnst til að vinna þær til birtingar.

Í botni Bitrufjarðar.

Broddarnir og Stigakletturinn fjær.

Broddanes og Broddadalsá í Kollafirði.

Kollafjörður – Fell, Miðhús, Steinadalur og Ljúfustaðir.