02/11/2024

Ljósmyndasýning opnuð í gömlu síldarverksmiðjunni

Af heimasíðu Hótel DjúpavíkurLaugardaginn 5. júlí, kl. 16:00, verður formlega opnuð ljósmyndasýning í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík. Ljósmyndari er ung kona úr Reykjavík, Hanna Margrét Einarsdóttir, en fjölskylda hennar er meðal eigenda að Framnesi í Bjarnarfirði og hefur hún því komið margar ferðir norður á Strandir. Myndirnar hennar sem allar eru teknar í Djúpavík og nágrenni, eru stórar og framkallaðar á álþynnur. Boðið verður upp á freyðivín og léttar veitingar við opnunina. Sýningin er í salnum þar sem skákmót til minningar um Pál Gunnarsson var haldið á dögunum.

Á sunnudaginn verður síðan eitt af rómuðum kaffihlaðborðum á Hótel Djúpavík, hefst það kl. 14:00.