Börnin í leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík hafa nóg við að vera allan ársins hring. Allir skemmtilegu hlutirnir sem hægt er að gera úti og inni eru í rauninni óteljandi og hugmyndaauðgi barna og starfsmanna á sér lítil takmörk. Það sést vel á sendingu frá Kolbrúnu Þorsteinsdóttur, öðrum leikskólastjóranum á Lækjarbrekku. Þar gefur að líta tvö af verkefnum dagsins í dag, annars vegar myndarlegan snjókall sem börnin reistu og einnig frumsamin ljóð leikskólabarna fædd árið 1999. Í ljóðunum er fjallað um haustið, vorið, tunglið og sólina.
VORIÐ
Mér finnst gaman á vorin
því þá er að koma sumar.
Það er líka gaman
þegar laufblöðin koma.HAUSTIÐ
Á haustin vaxa berin
og við tínum þau upp.
Rósin mín er komin upp
og hún er falleg.SÓL
Mér finnst sólin svo falleg
skínandi falleg.
Hún hlýjar mér svo mikið
að mér verður rosa heitt.TUNGL
Tunglið kemur á næturnarog eftir nótt kemur dagur.Stjörnurnar vísa mérog líka tunglið.
Ljósm. – Kolbrún Þorsteinsdóttir.