Nýliðinn í tippleik strandir.saudfjarsetur.is þessa helgina er fyrrum Strandamaðurinn og Nottingham Forest maðurinn Baldur Smári Ólafsson á Ísafirði, en Helgi Jóhann Þorvaldsson sem datt út á síðustu helgi skoraði á Baldur að reyna sig við Kolbein Jósteinsson sem virðist vera á beinu brautinni í leiknum eftir tvo sigra undanfarnar helgar. Kapparnir eru nokkuð ósammála í spám sínum en sex leikir skilja þá að. Kolli leyfir Baldri að njóta sín alfarið í spánni, en vegna tímaskorts náði hann ekki að gera umsögn um leikina. Fólk sem hefur ekki lagt í það hingað til að lesa spána er því eindregið hvatt til að lesa spána núna – það ætti að vera helmingi fljótlegra og ekki spillir fyrir að Baldur er afar reyndur tippari sem hefur fylgst vel með boltanum gegnum árin. Hér fyrir neðan gefur að líta spár kappanna og umsögn Baldurs um leiki helgarinnar:
1. Blackburn – Arsenal
Kolli: Tákn: 2.
Baldur: Þrátt fyrir gott gengi Arsenal í meistaradeildinni þá held ég að þeir nái aðeins jafntefli gegn sterku liði Blackburn. Tákn: X.
+++
2.Chelsea – Portsmouth
Kolli: Tákn: 1.
Baldur: Chelsea rúllar Portsmouth upp 4-0 og sýna það og sanna að þeir eru einfaldlega með besta liðið á Englandi. Tákn: 1.
+++
3. Charlton – Aston Villa
Kolli: Tákn: X.
Baldur: "Heimakletturinn" Hermann Hreiðarsson á eftir að stoppa allar sóknir Villa í þessum leik og endar svo leikinn með að skora eitt með skalla úr hornspyrnu. Tákn: 1.
+++
4. Birmingham – Sunderland
Kolli: Tákn: 1.
Baldur: Sunderland hafa einfaldlega ekki getað neitt í vetur.Þannig að Birmingham vinna léttan sigur á Sunderland þrátt fyrir að vera aðeins tveim sætum ofar í deildinni. Tákn: 1.
+++
5. Newcastle – Everton
Kolli: Tákn: X.
Baldur: Þetta er erfiður leikur. Everton menn hafa verið í miklu stuði eftir slæma byrjun. En Alan Shearer og félagar taka litla liðið frá Liverpool borg og kenna þeim að spila fótbolta. Tákn: 1.
+++
6. Reading – Preston
Kolli: Tákn: 1.
Baldur: Reading vinnur þetta auðveldlega enda lang efstir í deildinni og fara pottþétt upp. Tákn: 1.
+++
7. Watford – Cardiff
Kolli: Tákn: 1.
Baldur: Watford hefur gengið vel á þessu tímabili og Cardiff líka en ég held að Watford vinni 1-0 með marki frá Marlon King. Tákn: 1.
+++
8. Sheff.Utd. – Q.P.R.
Kolli: Tákn: 1.
Baldur: Ekki spurning – Sheffield United vinna þetta enda með hörku lið. Tákn: 1.
+++
9. Ipswich – Leicester
Kolli: Tákn: 1.
Baldur: Ipswich vinnur þetta þrátt fyrir að Leicester tefli fram Íslendingnum Jóhannesi Karli Guðjónssyni. Honum er örugglega nokkuð sama þótt Leicester tapi enda er hann að fara til AZ Alkmaar í Hollandi. Tákn: 1.
+++
10. Hull – Wolves
Kolli: Tákn: 2.
Baldur: Jæja. hér kemur leikurinn sem ég á eftir að vinna þetta á.Úlfarnir eru með mun betra lið en Hull. Þrátt fyrir það eiga Hull eftir að vera erfiðir og ná jafntefli. Tákn: X.
+++
11. Derby – Plymouth
Kolli: Tákn: 2.
Baldur: Þó svo ég þoli ekki Derby og viti aðeins um einn mann sem heldur með þessu ömurlega liði þá held ég að þeir taki þetta nokkuð létt. Tákn: 1.
+++
12. Stoke – Millwall
Kolli: Tákn: 1.
Baldur: Stoke vinnur. Enda Dennis Wise farinn frá Millwall til Coventry þar sem hann er að slá í gegn. Tákn: 1.
+++
13. Southampton – Sheff. Wed.
Kolli: Tákn: X.
Baldur: Bæði þessi lið eru í fallbaráttu en Southampton eru á heimavelli og það hjálpar þeim að vinna þetta. Tákn: 1.
+++
Baldur: Þar sem ég er mjög reyndur og góður tippari þá á ég eftir að slá nýliðann Kolla nokkuð auðveldlega út. Kveðja, Baldur.