27/02/2024

Litlu-jól Grunnskólans á Hólmavík


Fimmtudaginn 20. desember kl. 14.00 – 16.00 verða litlu jól Grunn- og tónskólans á Hólmavík haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík. Fyrst fara fram atriði á sviði þar sem allar bekkjardeildir koma fram. Að dagskrá lokinni verður dansað í kringum jólatré og jólasveinar kíkja í heimsókn. Allir eru velkomnir á jólaskemmtunina. Frá þessu er greint á vef skólans – www.strandabyggd.is/grunnskolinn.