11/10/2024

Leiksýning í Mosfellsbæ í kvöld

Leikfélag Hólmavíkur leggur enn á ný land undir fót og sýnir gamanleikritið Fiskar á þurru landi eftir Árna Ibsen í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ í kvöld. Sýningin hefst kl. 19:00 og eru allir Strandamenn á stór-höfuðborgarsvæðinu hvattir til að mæta og eiga ánægjulega kvöldstund með Leikfélaginu. Leikhópurinn hefur lagt í töluverðar leikferðir með stykkið og sýnt í Ketilási, Árneshreppi, Þingeyri, Bolungarvík, auk Hólmavíkur.