22/12/2024

Leiklistarhátíð Grunnskólans á Hólmavík

640-arshatid21

Nemendur í Grunnskólanum á Hólmavík halda leiklistarhátíð í dag, fimmtudaginn 10. apríl, í Félagsheimilinu á Hólmavík. Hátíðin hefst kl. 17.00 og eru allir velkomnir. Nemendur bjóða upp á fjölbreytt leik- og söngatriði og verður m.a. sýnt brot úr Skilaboðaskjóðunni og eins verður nýtt myndband sem nemendur gerðu í samvinnu við kennara og starfsmenn frumsýnt á hátíðinni. Veitingasala á leiklistarhátíð Grunnskólans á Hólmavík verður í höndum Danmerkurfara í 8. og 9. bekk skólans.