11/10/2024

Leiklestur kl. 20:00 á sunnudagskvöld

Nú líður að því að æfingar á uppsetningu ársins hjá leikfélagi Hólmavíkur hefjist, en enn á eftir að ákveða hvaða leikverk verður fyrir valinu. Til að komast nær endanlegri ákvörðun hefur verið ákveðið að halda leiklestur í Félagsheimilinu á Hólmavík sunnudagskvöldið 22. febrúar. Lesturinn hefst kl. 20:00 og viðfangsefnið er hinn brjálaði farsi Viltu finna milljón? eftir Ray Cooney í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Allir áhugasamir leikarar eru boðnir hjartanlega velkomnir og ekki er ólíklegt að nammi og heitt kaffi verði á boðstólum.