03/01/2025

Leikfélagið fundar

Leikfélag Hólmavíkur heldur almennan félagafund á sunnudagskvöldið klukkan 20:00 í félagsheimilinu á Hólmavík. Efni fundarins verður Hamingjudagar á Hólmavík og þátttaka félagsins í þeim hátíðahöldum. Jafnframt verður væntanlega skrafað og skeggrætt um ýmis önnur skemmtileg mál sem liggja þungt á fundarmönnum.