13/09/2024

Landliðsþjálfari kemur í heimsókn

Dagana 21. og 22. febrúar mun Brian Marshall, landsliðsþjálfari Íslands í sundi, heimsækja sundlið Geislans. Mun hann taka þátt í æfingu þriðjudaginn 21. febrúar, auk þess sem hann heimsækir Grunnskóla Hólmavíkur miðvikudaginn 22. febrúar og verður með á æfingu þá um kvöldið.  Ætlar hann að fylgjast með krökkunum og gefa þeim góð ráð í leiðinni. Gaman er að taka það fram að þetta er fyrsti landsliðsþjálfari sem heimsækir Hólmvíkinga í þessum erindagjörðum.