04/10/2024

Lækkun á aukaframlagi Jöfnunarsjóðs

DrangsnesStuðningur við sveitarfélög á Ströndum af svokölluðu aukaframlagi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga lækkar nokkuð milli áranna 2008 og 2009. Samkvæmt áætlun sem Jöfnunarsjóðurinn hefur birt á heimasíðu sinni fær Strandabyggð nú framlag úr þessum potti upp á tæpar 15 milljónir, en fékk tæpar 19 milljónir í fyrra. Kaldrananeshreppur fær nú rúm 900 þúsund, en fékk 6,8 milljónir á síðasta ári. Árneshreppur fær nú 8 þúsund samkvæmt áætlun, en fékk tæpar 2,3 milljónir á síðasta ári. Bæjarhreppur fær ekki framlag. Ýmis sveitarfélög sem ekki hafa fengið áður fá nú stuðning úr aukaframlaginu sem er samtals milljarður þetta árið.