22/12/2024

KSH vantar flutningabílstjóra

Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík (KSH) hefur auglýst eftir flutningabílstjóra til framtíðarstarfa hjá fyrirtækinu. Upplýsingar um starfið eru gefnar hjá Jóni Alfreðssyni kaupfélagsstjóra, en umsóknarfrestur er til 31. desember. Meirapróf er lykilatriði í starfinu. Halldór Jónsson sem starfað hefur lengi sem bílstjóri hjá Kaupfélaginu, þrátt fyrir ungan aldur, var á dögunum ráðinn til Vegagerðarinnar á Hólmavík.