04/10/2024

Grásleppuvertíðinni lokið

.Grásleppuvertíðinni er lokið hjá Fiskvinnslunni Særoða á Hólmavík. Tveir bátar lögðu upp hjá fyrirtækinu á vertíðinni sem hófst viku af apríl og lauk þann 23. maí. Veðráttan var ærið rysjótt og því var ekki hægt að vitja um eins oft og grásleppukarlarnir hefðu kosið en veiðin var samt þokkaleg. Í maí mánuði var tíðin skárri og oftar hægt að fara á sjó þó heldur kalt hafi verið miðað við árstíma. Saltað var í 83 tunnur hjá Særoða á vertíðinni en tveir bátar lögðu þar upp. Hilmir ST með 33 tunnur og Særoði með 50 tunnur en það er svipuð veiði og í fyrra.

.
Jón Vilhjálmur Sigurðsson og Unnar Ragnarsson við síðustu tunnuna sína.

.
Sævar Benediktsson saltaði í jafnmargar tunnur og á síðustu vertíð.