04/10/2024

Kolaportsstemmning á Hólmavík 8. nóv.

Sunnudaginn þann 8. nóvember næstkomandi verður kolaport í Félagsheimilinu á Hólmavík. Allir eru velkomnir með dótasölubása og bros, en básinn er ókeypis. Það eru Ásta og Ásdís (s. 6943306) sem skipuleggja Kolaport á Ströndum sem er nú haldið í þriðja sinn og fjölbreyttur varningur hefur verið þarna á boðstólum. Að venju verða seldar veitingar og kannske tekur einhver lagið eða eitthvert sprell verður örugglega í gangi. Strandamenn og nágrannar eru hvattir til að kíkja á Kolaportið á Hólmavík og allir eru velkomnir með sölubás.