24/06/2024

Kolaporti frestað fram á skírdag

Fréttatilkynning
Kolaporti sem vera átti í félagsheimilinu á Hólmavík hefur verið frestað og verður haldið á skírdag, fimmtudaginn 9. apríl. Sala hefst þá kl. 14 og stendur til kl. 18, en sölubásar eru ókeypis. Þeir sem ætla að fá sölubása þurfa að láta vita í tíma, í síma 694-3306 því aðsóknin er mikil. Fjölbreytnin verður í fyrirrúmi á portinu, en sama snið er fyrirhugað og var á síðasta Kolaporti á Ströndum, veitingasala, kolakaffi og kakó, og ýmislegt góðgæti með, auk þess sem leitað er eftir flytjendum lifandi rólegheita tónlistar.