08/10/2024

Kaffisamsæti til heiðurs Gunnsteini Gíslasyni

Margrét og GunnsteinnSveitungar Gunnsteins Gíslasonar fyrrum oddvita Árneshrepps héldu kaffisamsæti honum til heiðurs á dögunum í félagsheimilinu í Árnesi. Gunnsteinn var oddviti Árneshrepps samfellt í 35 ár og í sveitarstjórn í 48 ár, en eins og kunnugt er gaf hann ekki kost á sér í hreppsnefnd við síðustu sveitarstjórnarkosningar og lét af störfum sem oddviti í vor. Árneshreppsbúar færðu Gunnsteini að gjöf útskorinn skjöld með áletraðri silfurlitaðri plötu með þakkarorðum. Handverksmaðurinn Valgeir Benediktsson í Árnesi hannaði og skar út skjöldinn.

Björn Torfason á Melum afhenti Gunnsteini skjöldinn að gjöf fyrir hönd hreppsbúa.

Margrét og Gunnsteinn – ljósm. af vefnum www.litlihjalli.it.is