22/11/2024

Klasasamstarf í ferðaþjónustu á Íslandi – kynning á Hólmavík

645-amst4

Iceland Tourism klasasamstarfið verður kynnt fyrir fyrirtækjum á Ströndum og í nágrenni fimmtudaginn 8. maí, kl 15:00-16:30 í Hnyðju, Þróunarsetrinu á Hólmavík. Þorgeir Pálsson, verkefnastjóri Iceland Touriusm, sér um kynninguna. Um er að ræða samstarf yfir 60 fyrirtækja í ferðaþjónustu á Íslandi, þar sem brýn hagsmunamál greinarinnar eru krufin og unnið að úrbótum með stjórnvöldum og öðrum hagsmunaaðilum. Iceland Touriusm er samstarfsgrundvöllur allra þeirra sem hafa beinan og óbeinan hag af verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu. Á fundinum mun Þorgeir Pálsson segja frá tilurð Klasasamstarfsins, rekja starfsemi einstakra faghópa og ræða um horfur um framhald samstarfsins. Kynningin er ókeypis og boðið er upp á kaffi og kökur. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku sem fyrst til:  thorp@gekon.is.