18/04/2024

Háskólalestin heimsækir Strandir

645-skolafolk

Undanfarin ár hefur Háskólalestin ferðast um landið við miklar vinsældir. Í lestinni er lögð áhersla á lifandi vísindamiðlun til ungs fólks og fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Viðtökur hafa verið með eindæmum góðar og fjölmennir fólk á öllum aldri á skemmtilega viðburði Háskólalestarinnar. Á þessu ári áætlar lestin að heimsækja að minnsta kosti fimm staði á landinu og er Hólmavík í þeim hópi. Í Háskólalestinni verða valin námskeið úr Háskóla unga fólksins fyrir skólanemendur á Ströndum á dagskránni föstudaginn 23. maí. Þá verður slegið upp litríkum vísindaveislum fyrir alla heimamenn með stjörnuveri, sýnitilraunum, eldorgeli, mælingum og pælingum, að ógleymdu Sprengjugenginu landsfræga, laugardaginn 24. maí í félagsheimilinu og íþróttahúsinu á Hólmavík.