03/01/2025

Kínahlaðborð blásið af

Kínahlaðborðinu sem stóð til að bjóða upp á næstkomandi laugardag á Café Riis hefur verið aflýst vegna ónægrar þátttöku. Engu að síður þá verður opið fyrir pizzur og um kvöldið verður svo úrslitakvöldið í vinnustaðakeppninni í karókí sem hefst í Bragganum kl. 21:00. Hljómsveit Heiðu Ólafs spilar svo fyrir dansi eftir keppnina fram á rauðanótt. Fréttavefnum strandir.saudfjarsetur.is hefur borist til eyrna að Heiða verði einnig í dómnefndinni sem ákveður hver fer með sigur af hólmi, en eftir því sem tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is kemst næst eru flestir söngvaranna komnir á beinu brautina hvað varðar lagaval.