19/09/2024

Heimsókn á Sauðfjársetrið

Sauðfjársetrið í Sævangi fékk góða gesti í heimsókn í morgun. Þar voru á ferðinni 18 krakkar í 3.-5. bekk í Grunnskólanum á Hólmavík ásamt kennurum sínum – Ástu Þórisdóttir og Hrafnhildi Þorsteinsdóttir. Jón Jónsson þjóðfræðingur leiddi hópinn um safnið og sagði frá hvernig ýmsir hlutir voru og eru notaðir. Í ljós kom að meirihluti hópsins átti kind, enda sýndu þau yfirgripsmikla þekkingu á efninu. Eftir skoðunarferðina borðaði hópurinn nestið sitt í kaffistofunni og fór að lokum út í leiki. Þessir krakkar eru síðasti hópurinn sem heimsækir Sauðfjársetrið í haust, en vegna nokkurra slíkra heimsókna í september og október hefur sýningin staðið lengur uppi en áður.

Líf og fjör á Sauðfjársetrinu