23/12/2024

Kassabílasmiðja á Hólmavík

Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is rakst í gærdag á glæsilegan hóp við Grunnskólann á Hólmavík sem var að smíða sér kassabíla í veðurblíðunni. Fengu smiðirnir leiðsögn frá Hafþóri Þórhallssyni smíðakennara sem er þaulvanur kassabílagerðarmaður. Áhuginn var mikill og bílarnir hverjum öðrum glæsilegri. Í dag verður kassabílarall við Höfðagötu á Hólmavík á milli 13-14, þannig að bílarnir koma strax að góðum notum.

Kassabílasmiðjan – ljósm. Jón Jónsson