12/09/2024

Bíó á Drangsnesi í kvöld

Nemendafélag Grunnskólans á Drangsnesi stendur fyrir bíósýningu í kvöld föstudaginn 23. september í skólanum. Tvær myndir verða sýndar á bíókvöldinu. Fyrri sýningin hefst kl. 18:30 en það er teiknimynd fyrir alla aldurshópa. Seinni sýningin hefst svo klukkan 20:00, en það er gamanmynd og er 10 ára aldurstakmark inn á hana. Miðinn á hvora mynd kostar aðeins 100 krónur og 150 krónur ef keypt er inn á báðar sýningarnar og að sjálfsögðu verður selt popp og gos eins og í öllum almennilegum kvikmyndahúsum. Nemendafélagið vill endilega hvetja alla sem vettlingi geta valdið að drífa sig í bíó á Drangsnesi í kvöld, en þess má geta að þetta er fyrsta alvörubíóið á Drangsnesi frá upphafi vega.

Vonandi láta sem flestir sjá sig.