Fyrra kvöld karókíkeppni Café Riis er í kvöld og hefst klukkan 21:00 en þá stíga 15 söngvarar fram á sviðið og láta ljós sitt skína. Æfingar hafa staðið yfir í vikunni og það stefnir í mikla keppni en það er óhætt að segja að söngvararnir hafa tekið miklum framförum við æfingarnar. Aðgangseyrir á keppnina er kr. 1.000 og aldurstakmark er 18 ára. Í dag klukkan 16:00 er nemendum Grunnskólannna boðið að vera viðstaddir rennsli, en þá verður lokaæfing. Café Riis verður með opið fyrir pizzur kl. 18:00 – 20:00. Sigurður M. Þorvaldsson verður kynnir kvöldsins og 5 manna dómnefnd ákveður hvaða 8 söngvarar komast í úrslitakeppnina. Hér að neðan er hægt að fræðast um söngvarana og lögin sem þeir ætla að flytja.
Flytjandi | Fyrirtæki | Lag | |
Ásdís Jónsdóttir | Strandagaldur | Crazy | Patsy Cline |
Ásdís Leifsdóttir | Skrifstofa Hólmavíkurhrepps | Heartache Tonight | Eagles |
Hafdís Gunnarsdóttir | Hólmadrangur | Ég veit þú kemur | Ási í Bæ |
Halldór Jónsson | Kaupfélag Steingrímsfjarðar | Láttu mig vera | 200.000 naglbítar |
Hlíf Hrólfsdóttir | Leikskólinn Lækjarbrekka | Will You Still Love Me | The Shirelles |
Hjörtur Númason | Hólmadrangur | Nína og Geiri | Brimkló |
Jón Halldórsson | Sparisjóður Strandamanna | Viltu koma | Jón Halldórsson |
Júlíana Ágústsdóttir | Heilbrigðisstofnunin á Hólmavík | Rivers Of Babylon | Boney M |
Lára G. Agnarsdóttir | Grunnskólinn Hólmavík | Reyndu aftur | Magnús Eiríksson |
Rúna Stína Ásgrímsdóttir | Heilbrigðisstofnunin á Hólmavík | Bye Bye Love | Everly Brothers |
Salbjörg Engilbertsdóttir | Skrifstofa Hólmavíkurhrepps | Fame | Irene Cara |
Sigurður Atlason | Strandagaldur | Hello | Lionel Richie |
Sigurður Á. Vilhjálmsson | Gámaþjónusta Hólmavíkur | Dag sem dimma nótt | Í svörtum fötum |
Sigurrós Þórðardóttir | Leikskólinn Lækjarbrekka | Ástarsæla | Hljómar |
Stefán Jónsson | Áhaldahús Hólmavíkurhrepps | Mustang Sally | The Commitments |