22/12/2024

Karlar heiðra konur

300-holmavik-yfirmyndFundur verður haldinn hjá óformlegum karlaklúbbi á Hólmavík í kvöld fimmtudaginn 21. október kl. 21:00 á Galdrasafninu. Tilefni fundarins er kvennafrídagurinn sem verður haldið upp á í 35. sinn næstkomandi mánudag. Fram hefur komið hugmynd um að karlar standi fyrir ákveðnum atburði eða gjörningi til heiðurs konum. Það eru allir karlar á öllum aldri velkomnir og hvattir til að mæta á fundinn þar sem hugmyndin verður kynnt og næstu skref ákveðin í framhaldinu.