02/11/2024

Karlakórinn Gamlir Fóstbræður á ferð um Strandir

Karlakórinn Gamlir Fóstbræður verða á ferðinni um Strandir næstu helgi og halda tónleika í Hólmavíkurkirkju laugardaginn 21. júní kl. 16.00. Aðrir tónleikar verða síðan haldnir í Trékyllisvík í Árneshreppi sunnudaginn 22. júní kl. 14.00 á lokahátíð minningarskákmóts sem verður um helgina í Árneshreppi. Stjórnandi kórsins er Jónas Ingimundarson og gestasöngvari kórsins er tenórinn Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari. Á efniskrá kórsins eru íslenskar og erlendar söngperlur. Tónleikar þessir eru í boði velunnara kórsins því er aðgangseyrir ókeypis. Kórfélagar vonast til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta og nýta sér þetta einstaka tækifæri og til að njóta góðrar tónlistar.