22/12/2024

Kaldalónstónar á Hólmavík sunnudag

Það stefnir í mikla menningarhátíð á Hólmavík á sunnudaginn, en kór Hólmavíkurkirkju, listamenn úr Borgarfirði, Snjáfjallasetur og Þjóðfræðistofa hafa tekið höndum saman um Kaldalónstóna. Dagskrá um Sigvalda Kaldalóns verður flutt í Hólmavíkurkirkju kl. 14:00. Þar sjá Snorri Hjálmarsson, Dagný Sigurðardóttir og kór Hólmavíkurkirkju um sönginn, en Viðar Guðmundsson og Sveinn Arnar Sæmundsson spila undir. Katla Kjartansdóttir og Sigurður Atlason flytja fróðleik. Á eftir verða kaffiveitingar í félagsheimilinu á Hólmavík og sýningin Kaldalóns. Miðaverð er kr. 2.000.- (í reiðufé). Menningarráð Vestfjarða styrkir Kaldalónstóna.