04/10/2024

Dalamenn í heimsókn á Ströndum

Á vef Strandabyggðar www.strandabyggd.is kemur fram að sveitarstjórnarfólk úr Dalabyggð heimsótti Strandabyggð í liðinni og átti góðan fund með sveitarstjórnarfólki. Tilgangurinn var fyrst og fremst að kynnast, fara yfir stöðu og sóknarfæri sveitarfélaganna og skoða möguleika á samstarfi. Nýr vegur um Arnkötludal hefur gert samstarf Strandamanna við Dalabyggð og Reykhólahrepp mögulegt á heilsársvísu og fjölmörg tækifæri felast í þessari mikilvægu samgöngubót. Má í því samhengi nefna stofnun sameiginlegrar félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps og ráðningu sameiginlegs félagsmálastjóra á svæðinu.

Á fundinum var rætt um fjölmargt sem snýr að sveitarfélögunum; íbúaþróun, atvinnu- og menntamál og þróunarvinnu á þeim sviðum, menningu, húsnæðismál, gatnagerð, snjómokstur, hitaveitu, löggæslu, refaveiðar og sorphirðu svo eitthvað sé nefnt.