Á sunnudaginn 17. febrúar kl. 16:00, verður skemmtilegur spurningaleikur fyrir alla fjölskylduna á dagskrá á Sauðfjársetrinu, svokölluð Kaffikvörn (spurningaleikur í anda PubQuis). Þar taka allir þátt sem mæta og gæða sér um leið á sunnudagskaffi sem er innifalið í aðgangseyri sem er 1.000.- fyrir 13 ára og eldri og 600.- fyrir 7-12 ára.
Fyrirhugaðir eru viðburðir flesta sunnudaga fram að páskum, sögustundir eða annar fróðleikur. Þann 24. febrúar er ætlunin að Jón Jónsson þjóðfræðingur verði með skemmtilestur um flakkarann Sölva Helgason. Þann 10. mars mun sagnfræðingurinn Eggert Þór Bernharðsson fjalla um fjölskyldumyndir sem heimildir og þann 24. mars hyggst Jón Jónsson segja frá slysinu í Kirkjubólsgili 1893.
Þann 14. apríl mun Sigríður Bachman sagnfræðingur flytja erindi um handskrifuð sveitablöð og sérstaklega blaðið Gest sem gefið var út í Tungusveit. Sunnudaginn 28. apríl munu Jón Hallur og Björk fuglafræðingar segja frá fuglarannsóknum sínum á Ströndum.