22/12/2024

Jón Sigurðsson og Bjarni á Fönix á ferðalagi

Kómedíuleikhúsið á Ísafirði leggur í langferð á næstunni, en ætlunin er að fara með tvo einleiki í leikferð um Vesturland og Vestfirði. Eru það leikritin Jón Sigurðsson, strákur að vestan og Bjarni á Fönix. Sýnt verður 16 sinnum á jafnmörgum dögum og stöðum á tímabilinu 9.-24. september. Leiðin liggur meðal annars á Strandir þar sem sýnt verður í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi 12. sept. kl. 20:00 og Café Riis á Hólmavík 13. sept. kl. 20:00. Miðaverð á sýningarnar er kr. 1.900.-
 



Sýningarplanið er eftirfarandi:

9. september föstudagur kl.20.00: Búðardalur – Leifsbúð
10. september laugardagur kl.20.00: Rif – Frystiklefinn
11. september sunnudagur kl.20.00: Grundarfjörður – Kaffi 59
12. september mánudagur kl.20.00: Drangsnes – Samkomuhúsið Baldur
13. september þriðjudagur kl.20.00: Hólmavík – Café Riis
14. september miðvikudagur kl.20.00: Reykhólar – Báta og hlunnindasalurinn
15. september fimmtudagur kl.20.00: Barðaströnd – Birkimelur
16. september föstudagur kl.20.00: Patreksfjörður – Sjóræningjahúsið
17. september laugardagur kl.20.00: Tálknafjörður – Dunhagi
18. september sunnudagur kl.20.00: Bíldudalur – Vegamót
19. september mánudagur kl.20.00: Ísafjörður – Hamrar
20. september þriðjudagur: Flateyri – Vagninn
21. september miðvikudagur: Suðureyri – Talisman
22. september fimmtudagur: Þingeyri – Veitingahornið
23. september föstudagur: Bolungarvík – Félagsheimilið
24. september laugardagur: Súðavík – Melrakkasetrið