22/12/2024

Jón Ingimundar gerir það gott

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sýnir nú leikritið Ósýnilega köttinn, norskan gamansöngleik sem er þýddur af einum nemanda við skólann, Hafliða Arnari Hafliðasyni. Söngtextana gerði Ævar Þór Benediktsson og leikstýrur eru Ester Talia Casey og Álfrún Örnólfsdóttir sem gera það gott hjá Leikfélagi Akureyrar um þessar mundir. Hljómsveitarstjóri er Jón Ingimundarson (Jóhannssonar) frá Hólmavík og fer hann fyrir fríðum flokki hæfileikaríkra tónlistamanna við skólann sem taka þátt í sýningunni, ásamt 23 leikurum og fjölmörgum ómissandi hjálparkokkum.

Um er að ræða er frumsýningu á Ósýnilega kettinum á íslenskri grundu, en höfundar verksins eru Norðmennirnir Ewoud van Veen og Sigurd Fischer Olsen. Leikritið fjallar um konunginn af Fáránlandi og köttinn hans sem enginn annar en hann getur séð. Verkið verður sýnt í Kvosinni fram undir jól.

Jón og bekkjarsystir hans troða upp sem forsöngvarar á árshátíð MA sem haldin er 1. des ár hvert.