02/05/2024

Jón Gísli vann liðsstjóraleikinn

Það var Strandamaðurinn Jón Gísli Jónsson sem fór með sigur af hólmi í liðsstjóraleik vefjarins formula.is. Lokastaðan í leiknum var kynnt nú fyrr í kvöld og kom þá í ljós að lið Jóns Gísla, vinnari2008, hafði skotist upp í efsta sætið í síðustu umferð, rétt eins og Raikkonen. Verðlaun fyrir það eru VIP-miðar á Formula eitt mót í boði Johnnie Walker, McLaren-Mercedes og Egils.is á árinu 2008, ásamt flugfarseðli fyrir tvo með Icelandair og frí hótelgisting. Alls tóku 838 lið þátt í leiknum, en Jón Gísli vann um leið deildina strandir.saudfjarsetur.is þriðja árið í röð. Gaman er að segja frá því að deildin strandir.saudfjarsetur.is vann einnig keppni deilda með því að skjótast upp um þrjú sæti í lokaumferðinni og meðlimir hennar fá því allir 2ja nátta ferð með Icelandair ásamt gistingu. 182 deildir tóku þátt í deildakeppninni.

Óhætt er að segja að þessi árangur sé einstakur, en Jón Gísli hann hefur jafnan verið í toppbaráttunni í liðsstjóraleiknum síðustu árin. Þegar fréttaritari fór  rúntinn á Hólmavík í gær tók hann eftir því að Ferrari-fáninn blakti á stöng við heimili hans, enda er hann Ferrari-maður inn að beini og það var einmitt liðið sem færði honum fyrsta sætið í keppninni. Jón Gísli var að sjálfsögðu dreginn út í garð og látinn stilla sér upp í tilefni dagsins. strandir.saudfjarsetur.is óska honum innilega til hamingju með verðlaunin og einnig öllum þátttakendum í deildinni strandir.saudfjarsetur.is.

J

Ferrari-fáninn blasir við á Kópnesbrautinni.

Jón Gísli ánægður með sitt lið, en þó grunlaus um fyrsta sætið í formúluleiknum.

ithrottir/300-raikkonen-fagnar.jpg

Kimi Raikkonen fagnar sigri Jóns Gísla í liðsstjóraleiknum. Hann sendir sínar bestu kveðjur til Jóns Gísla og til "oll ðe pípol inn Strandir, mæ dírest frends".

Ljósm. Arnar S. Jónsson og F1-live.com