29/05/2024

Jólatónleikar á Hólmavík

Jólatónleikar Tónskólans á Hólmavík eru framundan og eru tvískiptir að þessu sinni, vegna fjölda þátttakenda. Bæði verða tónleikar þriðjudags- og miðvikudagskvöld kl. 19:30 í Hólmavíkurkirkju. Tónleikarnir eru venjulega fjölsóttir, aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.