22/12/2024

Jólaföndur Foreldrafélagsins í Félagsheimilinu á Hólmavík

Jólaföndur Foreldrafélagsins verður haldið mánudaginn 28. nóvember kl. 18:00 og að þessu sinni verður það í Félagsheimilinu á Hólmavík. Í ár er ætlunin að mála á keramik og gefst fólki kostur á að kaupa eina keramikstyttu til þess að mála á kr. 1.500 kr. Innifalið í verði er afnot af málningu og penslum sem verða á staðnum (ef að fólk á pensla má það gjarnan hafa þá meðferðis). Ef að fólk vill koma og föndra eitthvað annað er það velkomið, t.d jólakort eða það sem fólki dettur í hug. Nemendur sem eru á leið í nemendaferð til Danmerkur munu selja kakó og piparkökur á vægu verði.

 Ljúf og notaleg stemning og jólalögin munu óma. Allir hjartanlega velkomnir.