Í fréttatilkynningu frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga kemur fram að ráðgjafarnefnd sjóðsins samþykkti þann 10. desember sl. áætlun á framlögum úr nokkrum flokkum sem sjóðurinn veitir styrki til fyrir árið 2005. Hér er m.a. um að ræða stofnframlög vegna framkvæmda í sveitarfélögum með færri en 2000 íbúa, við grunnskóla, íþróttahús, sundlaugar, leikskóla og vatnsveitur. Áætlað er að Kaldrananeshreppur fái 19.186.000.- vegna framkvæmda við sundlaug á Drangsnesi úr þessum lið, en ekki eru áætlaðir styrkir til annarra sveitarfélaga á Ströndum.
Í eftirfarandi töflu er yfirlit um áætluð heildarframlög í þessum tilteknu flokkum 2005. Auk þess hafa verið áætluð framlög til nýbúafræðslu, en ekkert slíkt framlag er áætlað á Strandir. Minnt er á að um áætlun er að ræða.
Heildarframlög | |
Árneshreppur |
2.842.408 |
Kaldrananeshreppur |
22.111.872 |
Bæjarhreppur |
1.711.675 |
Broddaneshreppur |
1.542.785 |
Hólmavíkurhreppur |
10.972.556 |
Framlögin skiptast þannig milli flokkanna:
Jöfnun v. |
V. greiðslu |
Stofnframl. |
|
|
fasteignask. |
húsaleigubóta |
v. framkv. |
Árneshreppur |
2.842.408 |
0 |
0 |
Kaldrananeshreppur |
2.652.001 |
273.870 |
19.186.000 |
Bæjarhreppur |
1.616.518 |
95.157 |
0 |
Broddaneshreppur |
1.542.785 |
0 |
0 |
Hólmavíkurhreppur |
10.010.416 |
962.140 |
0 |
Aðrir styrkir sem gert er ráð fyrir til stofnframkvæmda á Vestfjörðum eru 9,4 milljónir til Grunnskólans á Ísafirði, 13,8 milljónir til íþróttahúss í Reykhólahreppi og 11,6 milljónir til íþróttamannvirkja í Vesturbyggð (Patreksfirði). Nánari upplýsingar má fá undir þessum tengli.