12/09/2024

JAZZ-hátíð á Hvammstanga

Húnvetnska skemmtifélagið efnir til jazzhátíðar síðustu helgi í apríl um leið og blásið er til sóknar á þessu sviði með stofnun jazzklúbbs í Félagsheimilinu Hvammstanga. Stofnkvöldið er föstudaginn 28. apríl, en þeir sem vilja gerast stofnfélagar eða hafa áhuga á jazztónlist geta skráð sig í klúbbinn í síma 699-2270 (Karl) eða 899-8987 (Kjartan) og á stofnkvöldinu. Útlendingahersveitin – Árni Scheving, Pétur Östlund, Árni Egilsson, Jón Páll Bjarnason og Þórarinn Ólafsson – verður viðstödd stofnun klúbbsins og leika þeir félagar jazz eins og þeim einum er lagið.  

Laugardagskvöldið 29. apríl verður gleðinni síðan framhaldið á Þinghúsinu á Hvammstanga og boðið upp á veislu með stórsteikum að hætti Kalla kokks. Kræsingunum verður rennt niður með ljúfum jazztónum Guitar Islancio – Gunnar Þórðarson, Björn Thoroddsen og Jón Rafnsson – sem heimsækja Hvammstanga í tilefni hátíðarinnar. Húnvetnska skemmtifélagið hvetur alla jazz-geggjara til að mæta.