22/12/2024

J-listinn með opinn fund

J-listi félagshyggjufólks sem býður fram í kosningum til sveitarstjórnar í sameinuðum Broddanes- og Hólmavíkurhreppum býður til opins fundar næstkomandi mánudag, 22. maí kl. 20:00-21:00, í anddyri félagsheimilisins á Hólmavík. Þar verður J-lista fólk saman komið og svarar spurningum og vill gjarnan heyra hvaða mál brenna á fólki í sveitarfélaginu. Það eru allir velkomnir og kaffi á könnunni, segir í tilkynningu frá listanum.