05/10/2024

Aðalfundur hjá Golfklúbbi Hólmavíkur

Breytingar á golfvellinum standa nú yfir hjá Golfklúbbi Hólmavíkur, en breyta á Skeljavíkurvelli umtalsvert á þessu og næsta ári. Framkvæmdir hófust á síðastliðnu sumri, en þær eru helstar að 4. braut verður breytt í par 5 og einnig verða byggð ný grín á öðrum brautum. Í samtali við vallarstjóra Skeljavíkurvallar kom fram að í tengslum við Hamingjudaga í sumar verður haldið golfmót Átthagafélags Strandamanna. Aðalfundur Golfklúbbs Hólmavíkur verður haldinn í Rósubúð næstkomandi fimmtudag og hefst klukkan 20:00 með venjulegum aðalfundarstörfum.


Kristján Guðmundsson og Jóhann Björn Arngrímsson spá í brautirnar


Stjáni á ýtunni