22/12/2024

Íþróttavöllur þökulagður

Það væri synd að segja að ekki séu framkvæmdir í gangi þennan laugardagsmorgunn 28. október. Fréttaritari hitti hóp af galvösku fólki uppi við Brandskjól á Hólmavík þar sem á að gera fótboltavöll að nýju og að þessu sinni grasvöll. Þar biðu þökurnar  eftir að vera lagðar. Skemmtilegur og öruggur staður í nálægð við aðra íþróttastarfsemi á Hólmavík. Veðurguðirnir létu ekki að sér hæða og hellirigning dundi á fólkinu. Á myndunum sést að fólkið er hugsi yfir þessu og mokar samt skítnum af krafti. Þar duga breiðu bökin. Ekki finnst öllum skítalyktin jafn góð eins og sjá má, en hinir sögðu I love it.

Unnið við íþróttavöll – ljósm. Ásdís Jónsdóttir