23/04/2024

Ráðherra samþykkir vegagerð

Íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum hafa margir ástæðu til að kætast í dag, því Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hefur samþykkt með skilyrðum að Vestfjarðavegur verði lagður yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og út með Þorskafirði. Niðurstaða Skipulagsstofnunar var á hinn bóginn að hafna þessari framkvæmd vegna mikilla umhverfisáhrifa, en úrskurður ráðherra fæst eftir að sú niðurstaða var kærð til ráðuneytisins. Beðið hefur verið alllengi og með eftirvæntingu eftir þessum úrskurði, enda hefur þetta vegastæði þann kost að menn losna við varasama vegarkafla yfir Hjallaháls og Ódrjúgsháls. Þetta kemur fram á visir.is.