02/11/2024

Íþróttamiðstöðin vígð

Búnir að klippa á borðannÍþróttamiðstöð Hólmavíkur var vígð með viðhöfn og hátíðadagskrá í dag. Fjölmenni mætti á svæðið og skemmti sér hið besta yfir dagskránni og kaffiveislu sem boðið var í á eftir. Dagskráin hófst reyndar fyrir hádegi með íþróttakappleikjum í körfubolta og voru það grunnskólanemendur í félögunum Geislanum á Hólmavík og Kormáki á Hvammstanga sem spreyttu sig þar. Klukkan 14:00 hófst svo dagskrá í íþróttahúsinu. Fyrir þá sem misstu af herlegheitunum verða birtar hér nokkrar myndasyrpur frá hátíðinni og sagt frá því helsta sem fyrir augu bar.

Myndir frá kappleikjum í körfubolta um morguninn – ljósm. JJ

Kristín Einarsdóttir var kynnir á hátíðinni – ljósm. ES

Ásdís Leifdóttir sveitarstjóri heldur ræðu – ljósm. ES

Hreppsnefndin gerir sig klára í að klippa á borðann – ljósm. ES

Séra Sigríður Óladóttir fer með guðsorð – ljósm. JJ

Kvennakórinn Norðurljós söng þrjú lög – ljósm. JJ

Leikskólabörnin sýna listir sínar – ljósm. JJ

Ómar og Mundi frá Grund bera saman bækur sínar – ljósm. ES