22/12/2024

ISDN í Djúpavík

Þessar vikurnar er verið að leggja ISDN tengingu á allmarga bæi á Ströndum sem hafa sótt um slíka þjónustu en ekki notið slíkrar tengingar áður. Í dag var til dæmis gengið frá slíkri tengingu á Djúpavík, en þar hefur verið rekin ferðaþjónusta í 20 ár og fyrst nú er þar kostur á sæmilegri nettengingu. Góð nettenging getur verið afar mikilvæg fyrir markaðssetningu ferðaþjóna sem margir fá fjölda fyrirspurna og pantana í tölvupósti. Enn er framundan vinna nú í haust við að koma ISDN tengingu á ystu byggðir í Bæjarhreppi og bæi í Bjarnarfirði.