28/03/2024

Íris Guðbjartsdóttir sigraði í karaoke-keppni Braggans

kar19

Það var að venju mikið um dýrðir á karaokekeppni Braggans, sem haldin var um síðustu helgi. Alls voru keppnisatriðin níu, en þátttakendur og söngvarar miklu fleiri, því stundum var fjölmennt á sviðinu. Það var Íris Guðbjartsdóttir sem keppti fyrir Klúkubúið sem sigraði í keppninni að þessu sinni, en í öðru sæti varð atriði Hólmadrangs þar sem Oddur, Hekla, Björk og Kristbergur sungu og bræðurnir Hjörtur og Rósmundur tróðu upp ásamt mörgum fleirum. Atriði Hólmadrangs var líka valið skemmtilegasta atriðið sem þykir nokkurs virði og mikill heiður á Ströndum. Troðfullt hús var í Bragganum og allir skemmtu sér hið besta.

kar2 kar3 kar4 kar5 kar6 kar7 kar8 kar9 kar10 kar11 kar12 kar13 kar14 kar15 kar16 kar17 kar18kar1

Karaeoke-keppni 2015 – ljósm. Jón Jónsson.