05/11/2024

Inflúensa A (H1N1) að breiðast út

Inflúensa A (H1N1) hefur verið í töluverðri sókn síðustu vikur og breiðst nokkuð út. Til að koma í veg fyrir að smitast eru helstu leiðir að huga vel að handþvotti og forðast nána snertingu við fólk, faðmlög og handabönd. Þeir sem hafa inflúensulík einkenni eru hvattir til að halda sig heima þangað til flensan er yfirstaðin og þeir hafa verið einkennalausir í tvo daga. Gott er að smitaðir haldi bréfklút fyrir vit þegar þeir  hósta og hnerra og handþvottur með handspritti er mikilvægur. Grunnskólinn á Hólmavík hefur gert viðbragðsáætlun vegna Inflúensunnar og má nálgast hana undir þessum tengli. Nánari upplýsingar er að finna á www.influensa.is.