22/12/2024

Idolstjörnur í Bragganum

BragginnIdol Stjörnuleit heldur áfram næsta föstudagskvöld og óhætt er að segja að stemmningin fyrir þættinum sé í hámarki, enda er Hólmvíkingurinn Aðalheiður Ólafsdóttir ein af aðeins fjórum keppendum sem eftir eru. Eins og síðasta föstudagskvöld verður Idol-partý fyrir alla Strandamenn haldið í Bragganum á Hólmavík, en þar verður keppnin sýnd á stórum skjá og flutningur keppanda færður gestum í gegnum gott hljóðkerfi.

Skipuleggjendur viðburðarins voru geysilega ánægðir með hvernig til tókst síðasta föstudagskvöld og því var ákveðið að halda annað partý. Allt í allt mættu um 65 manns í Braggann á síðustu Idolkeppni og vonir skipuleggjenda standa til að aðsóknin nái hundrað gestum annað kvöld. Útsending frá Smáralind hefst kl. 20:30 og gos og léttar vínveitingar verða til sölu í Bragganum. Þeir sem vilja koma með snakk eða nammi er velkomið að gera það.

Sama kvöld, föstudagskvöldið 25. febrúar, verður Café Riis opið frá kl. 18:00-03:00. Pizzur verða afgreiddar frá kl. 18:00-20:30 og barinn á Café Riis verður opinn allt til klukkan þrjú um nóttina. Það eru því næg tækifæri fyrir Hólmvíkinga og Strandamenn að gera sér glaðan dag á föstudagskvöldið.