22/12/2024

Íbúar á Ströndum 758 talsins

Samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands um íbúafjölda 1. desember 2006 fækkar íbúum á Ströndum enn. Nú eru þeir 758 talsins, en voru 767 ári áður. Þótt að fækki um 9 íbúa á þessu ári er fækkunin breytileg milli svæða. Þannig fjölgar um 7 íbúa í Strandabyggð og íbúatalan í Árneshreppi stendur í stað. Í Kaldrananeshreppi fækkar hins vegar um 11 og í Bæjarhreppi um 5. Íbúar á Ströndum voru 792 fyrir tveimur árum.

Breytingar á íbúafjölda milli ára:

Íbúafjöldi

1.des.05

1.des.06

Breyting


Árneshreppur

50

50

0


Kaldrananeshreppur
 

112

101

-11


Bæjarhreppur
 

105

100

-5


Strandabyggð
 

500

507

+7

Samtals

767

758

-9