13/09/2024

Íbúafundur um Hamingjudaga

Menningarmála-nefnd Hólmavíkurhrepps hefur sent frá sér fréttatilkyningu þar sem boðað er til íbúafundar, fimmtudaginn 25. ágúst n.k. kl. 20.00 í félagsheimilinu á Hólmavík. Umræðuefnið er bæjarhátíðin Hamingjudagar á Hólmavík sem haldin var í sumar. Við þetta tækifæri hyggst menningarmála-nefndin einnig veita viðurkenningar fyrir fegurstu fyrirtækjalóðina, einkalóðina og sveitabýlið. Ennfremur verða veittar viðurkenningar fyrir störf í þágu menningar, lista og félagsstarfs. Allir sem áhuga hafa á málefninu eru hjartanlega velkomnir á fundinn.