19/04/2024

Ísjaki við Grímsey

Jakinn við GrímseynaÍsjakar hafa sést víða á reki frá hinum ýmsu stöðum á Ströndum þennan vetur. Óhætt er þó að fullyrða að sá sem sást við Grímsey á Steingrímsfirði í dag sé með þeim allra furðulegustu sem hingað hafa rekið.

Fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is – Jenný Jensdóttir á Drangsnesi – var með myndavélina á lofti og smellti af nokkrum myndum sem sýna vel þennan þríhöfða þurs sem gerði sér dælt við Grímseyna í dag.

Svona nátttúrufyrirbæri hleypa ímyndunaraflinu af stað svo um munar og það er ekki fráleitt að ímynda sér að Uxinn sem hefur hvílt þarna undir eyjunni svo lengi sem menn muna, sperri eyrun og hugsi sér gott til glóðarinnar. Loksins, loksins.