22/11/2024

Íbúafundur um Hamingjudaga

Hamingjan ljósm. Sveinn KarlssonMánudagskvöldið 26. maí verður haldinn íbúafundur í félagsheimilinu á Hólmavík vegna Hamingjudaga sem fara fram dagana 27. júní til 29. júní í sumar. Þetta er í fjórða skipti sem hátíðin er haldin og á fundinum gefst fundargestum tækifæri til að ræða saman á almennum nótum um hátíðina frá sem flestum hliðum eins og t.d. aldurstakmark á balli, körfur, skreytingar og skemmtun.

Íbúar í Strandabyggð, listafólk, tónlistarmenn, leikfélagsfólk, forsvarsmenn félaga, stofnana, verslunar og þjónustu og allir sem eiga hagsmuna að gæta eru sérstaklega hvattir til að mæta og leggja sínar hugmyndir af mörkum til að gera hátíðina skemmtilegri en nokkru sinni fyrr. Fundurinn hefst. kl. 20:00.